Collection: Labubu

Labubu á Íslandi

Labubu hefur náð gífurlegum vinsældum undanfarið á Íslandi og nú fáanleg hjá Snilldarvörum. Þessar einstöku fígúrur frá Pop Mart eru þekktar fyrir sinn sjarma, litríka hönnun og spennuna sem fylgir hverju blind box. Hver kassi inniheldur óvæntan karakter úr The Monsters seríunni, eins og Big Into EnergyHave a Seat og Exciting Macaron .

Af hverju að velja Labubu frá Snilldarvörum?

Hjá Snilldarvörum leggjum við áherslu á að bjóða þér örugga og trausta þjónustu. Við eigum marga ánægða viðskiptavini sem hafa treyst á okkur til stækka Labubu safnið sitt. Allar okkar Labubu vörur eru 100% ekta, upprunaleg framleiðsla frá Pop Mart, framleiddar úr mjúkum og vönduðum efnum sem tryggja gæði og endingu. Einstök hönnun hverrar fígúru fær alla til að brosa og gerir þær að fullkominni gjöf. Hvort sem þú ert að byrja að safna, eða bæta við nýjum karakterum, geturðu verslað með fullri tryggingu hjá okkur og ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda á okkur!

Algengar spurningar

Hvað er Labubu?

Labubu er safnvara frá hönnunarhúsinu Pop Mart. Hún er hluti af The Monsters seríunni og kemur í óvissukassa, einnig þekt sem blind box, þar sem þú veist ekki hvaða karakter þú færð fyrr en þú opnar.

Eru þetta ekta Labubu?

Já. Við kaupum Labubu frá traustum birgjum og allir blind box kassarnir eru verksmiðjulokaðir til að tryggja hvert eintak. Einnig er hægt að koma við í verslun okkar í Hæðasmára 4 Kópavogi og skoða umbúðir og vöru. 

Get ég fengið vöruna heimsenda?

Já við bjóðum upp á fljóta heimsendingu! Þegar þú ert að klára pöntunina geturu séð alla afhendingarmátana sem eru í boði.